Villuleit í kóða með aðstoð gúmmíandar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gúmmíönd.

Villuleit í kóða með aðstoð gúmmíandar (e. Rubber duck debugging) er aðferð sem er notuð til þess að finna villur í kóða. Nafnið er tilvísun í sögu úr bókinni The Pragmatic Programmer, þar sem forritari segir frá gúmmíönd í fórum hans. Ef villa var í kóðanum hans sem hann gat ekki fundið, byrjaði hann að útskýra kóðann, röð fyrir röð, fyrir gúmmíöndinni.

Margir forritarar átta sig oft á því hvar villu er að finna í kóðanum við það að útskýra kóðann fyrir öðrum, jafnvel þó að viðkomandi kunni ekkert í forritun. Í því að útskýra hvernig kóðinn ætti að virka, og sýna hvernig hann virkar í raun, uppgötvast oft vandamálið. Líklega stafar þetta af því að oft endurhugsar maður virkni kerfis við það að útskýra það frá grunni. Því er ráð að útskýra kóðann sinn fyrir líflausum hlutum til þess að þurfa ekki að trufla, eða tala, við aðra.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]