Fara í innihald

Viktoríuvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattamynd af Viktoríuvatni.
Viktoríuvatn og Sigdalurinn mikli

Viktoríuvatn er eitt af stóru vötnunum í Afríku. Það er 68.870 ferkílómetrarflatarmáli og annað stærsta stöðuvatn jarðarinnarumfangi, en þar sem það er tiltölulega grunnt er það ekki nema sjöunda stærsta vatn heims miðað við rúmmál og inniheldur 2.760 rúmkílómetra af vatni. Viktoríuvatn er upptök lengstu þverár Nílarfljóts, Hvítu Nílar. Vatnið liggur á hásléttu í vesturhluta Sigdalsins mikla og er undir stjórn Tansaníu, Úganda og Kenía.

Í vatninu eru meira en þrjú þúsund eyjar sem margar eru byggðar. Þar á meðal eru Sseseeyjar í Úganda í norðvesturhluta vatnsins, sem eru vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.