Vika símenntunar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vika símenntunar var haldin í byrjun september ár hvert, frá árinu 2000 til 2006. Menntamálaráðuneytið stóð fyrir Viku símenntunar en Mennt-samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla sá um skipulagningu og framkvæmd verkefnisins í samstarfi við símenntunarmiðstöðvarnar um allt land. Vika símenntunar var kynningar- og hvatningarátak og var markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um að menntun er æviverk og að alltaf er hægt að bæta við sig þekkingu. Vikan var hluti af alþjóðlegu verkefni, og var haldin vika tileinkuð símenntun í fjölmörgum löndum á þessum tíma.

Vika símenntunar var stórt og árvisst verkefni þar sem fjölmargir hagsmunaaðilar voru kallaðir til samstarfs. Fyrirtæki, menntastofnanir og allir sem koma að símenntun í landinu voru hvattir til að nýta sér verkefnið til hvatningar og kynningar á því símenntunarstarfi og starfsþjálfun sem fram fór um allt land.