Vettlingur
Útlit
(Endurbeint frá Vettlingar)
Vettlingur er hlífðarfatnaður sem notaður er utan um fingur og hendi. Vettlingur er oft prjónaður með stroffi og belg fyrir fjóra fingur og þumli fyrir þumalfingur. Á fingravettlingum er prjónað utan um hvern fingur. Vettlingar eru oftast prjónaðir en hanskar eru sniðnir úr efni og saumaðir.Orðið vettlingur er orðið vöttur með smækkandi endingu. Vöttur var notað um grófa hanska með belg og þumli. Lúffur eru þykkir belgvettlingar með þumli.
-
Prjónaðir vettlingar
-
Útprjónaðir vettlingar sem tilheyra þjóðbúningi Sama
-
Vettlingar gerðir með vattarsaum
-
Fingravettlingar
-
Vettlingur sem opnast þannig að úr verða múffur