Vetrargrasker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mismunandi vetrargrasker

Vetrargrasker er einær ávöxtur en orðið er notað um nokkrar tegundir af skvass innan tegundarinnar  Cucurbita. Vetrargrasker er frábrugðin sumargraskeri að því leyti að uppskerutími er þegar ávöxtur hefur þroskast að fullu og hýðið harðnað. Það er hægt að geyma graskerin í því ástandi sem vetrarforða. Vetrargrasger er vanalega soðið áður en það er étið og hýðið er ekki étið eins og vanalegt er með sumarskvass. Skvass er viðkvæmt fyrir frosti og fræin spíra ekki í köldum jarðvegi. Vetrargraskersfræ spíra þegar hiti jarðvegs er 21 C. Uppskeran fer fram þegar ávöxturinn hefur náð djúpum og einum lit og hýðið hefur harðnað. Uppskerutími vetrargraskers er í september eða október á norðurhveli jarðar eða áður en hætta er á miklu frosti.

Nokkrar tegundir vetrargraskerja[breyta | breyta frumkóða]

Cucurbita maxima[breyta | breyta frumkóða]

Cucurbita argyrosperma[breyta | breyta frumkóða]

Cucurbita moschata[breyta | breyta frumkóða]

Smjörhnetuskvass er ein tegund vetrargraskerja
Calabaza er vetrargrasker sem er útbreitt í Kúbu, Flórída, Puerto Rico og Filipseyjum

Cucurbita pepo[breyta | breyta frumkóða]