Vetnissprengja
Útlit
Vetnissprengja er kjarnorkuvopn sem notar orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Afleiðingin er margfaldur sprengikraftur á við kjarnorkuvopn sem notar aðeins kjarnaklofnun. Hugmyndin kom frá Enrico Fermi í byrjun Manhattanverkefnisins 1941 en sprengjan var þróuð í upphafi 6. áratugarins. Fyrstu prófanir fóru fram í Kyrrahafi árið 1952. Nær allar kjarnorkusprengjur kjarnorkuveldanna fimm (samkvæmt Samningi um að dreifa ekki kjarnavopnum) eru vetnissprengjur og langflestar vetnissprengjur eru af Teller-Ulam-gerð (eftir Edward Teller og Stanislaw Ulam).