Vesturstrandar hipp hopp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vesturstrandar hipp hopp er afbrigði af hipp hopp sem nær yfir flytjendur í Vestur-Bandaríkjunum.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Upphafsár[breyta | breyta frumkóða]

Hipp hopp er listform sem varð fyrst til í Suður-Bronx borgarhlutanum í New York um 1970. Það stendur saman af fjórum megin þáttum: plötusnúðum, rappi, veggjalist og breikdansi. Talið er að tónlistarstefnan hafi þróast út frá sál, funki, jazzi og diskó.

Hipp hopp uppgötvaðist í svokölluðum hverfis-partýum þar sem hljóðkerfum var komið út á göturnar og í garða á sumrin þar sem fólk dansaði og skemmti sér. Suður-Bronx var svokallað ghetto þar sem að fólk hafði ekki efni á að læra á hljóðfæri eða að læra söng. Fátæka fólkið fór aðrar leiðir til þess að búa til tónlist, þau notuðu það sem var í kring um þau, gamla, skítuga hljóðnema og plötur. Á þeim tíma voru plötusnúðar eða svokallaðir DJ's, sem spiluðu vinsæla tónlist : fönk, soul, rokk, og notuðu jafnvel frægar auglýsingar til að rífa upp stenminguna í hverfissamkomum. Eina sem skipti máli var að plöturnar höfðu góðan takt. Þeir spiluðu tónlist þannig að hún rann saman í eina heild og notuðu við það hraðastillanlega plötuspilara ásamt hljóðblandara.

Saga Vesturstrandarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Sagt er að hipp hopp tónlistarform hafi uppgötvast á Vesturströndinni í lok áttundáratugarins með stofnun hljómsveitarinnar Uncle Jamm’s Army árið 1978. Hljómsveitin varð fyrir miklum áhrifum frá tónlistarmönnum á borð við Prince, Kraftwerk, Parliament-Funkadelic og frá Austurstrandar hipp hoppi. Uncle Jamm’s Army varð fljótlega ein vinsælasta partý hljómsveit Los Angeles. Fyrsta fræga lagið þeirra heitir „Dial-a-Freak“.

Alonzo Williams var frægur dansari á þessum tíma og stofnandi raf–hipp hopp hópsins World Class Weeckin' Cru sem innihélt þá verðandi N.W.A meðlimi, þá Dr. Dre og DJ Yella. Alonzo stofnaði einnig Kru–Kut Records sem hann útbjó upptöku stúdíó baka til í næturklúbbinum sínum sem hét Eve's after Dark. Margir frægir rapparar stunduðu þennan næturklúbb þar sem margar hugmyndir urðu til. Eiturlyfjasalinn og rapparinn Eazy-E og Jerry Heller fengu hugmyndina af því að stofna Ruthless Records á næturklúbbnum. Einnig kynntust Dr. Dre og DJ Yella þar meðlimum C.I.A. sem varð seinna meir að hljómsveitinni N.W.A.

KDAY[breyta | breyta frumkóða]

Það sem hafði hvað mestu áhrifin og breiddi út hugmyndinni að Vesturstrandar hipp hoppi var útvarpstöðin KDAY, fyrsta hipp hopp stöð Los Angeles. Stöðin spilaði allt það nýjasta úr hipp hopp flórunni á Vesturströndinni og var fyrsta útvarpstöðin í heiminum sem spilaði einungis hipp hopp tónlist. Stjórnandi stöðvarinnar var hinn eini sanni DJ Greg „Mack Attack“ Mack sem átti stóran þátt í að gera hljómsveitina N.W.A. heimsfræga.

Rappers Rapp Records[breyta | breyta frumkóða]

Rappið byrjaði hins vegar árið 1981 þegar Duffy Hooks stofnaði fyrstu Vesturstrandar-rapp útgáfuna Rappers Rapp Records sem hafði sterk áhrif frá austurströndinni þar sem Sugarhill Records var staðsett í New York. Fyrstu listamenn útgáfunnar var dúóið Disco Daddy og Captain Rapp. Fyrsta lag þeirra hét „Gigolo rapp“ en 1983 kom út lagið „Bad times“ sem varð fyrst vinsælt í útvarpinu og klassískt vesturstrandar lag.

Future MC'S[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1981 kom annar hópur fram í sviðsljósið sem minnti mikið á Vesturstrandar-útgáfu af þeim félögum Grandmaster Flash and the Furious Five sem voru frægir á Austurströndinni. Hún saman stóð af þeim King MC, Lovin C, MC Fosty, DJ Flash, Macker Moe og Mr. Ice. Hópurinn splittaðist fljótlega upp. DJ Flash og King MC héldu áfram að semja tónlist og urðu mjög vinsælir. Saman kölluðu þeir sig Future MC's og gáfu út nokkur fræg lög, meðal annarra Erotic City Rapp og Beverly Hills Rapp sem gerð endurútgáfa af.

The good life Café[breyta | breyta frumkóða]

The Good Life Café var staður sem tók uppá því í desember 1989, að hafa opinn míkrafón vikulega. Ungt fólk þurfti stað til þess að þróa eigin tónlist. Andrúmsloftið inni á staðnum var skemmtilegt og rapparar, skáld og tónlistarmenn notuðu saman krafta sína. Á fimmtudagskvöldum á milli klukkan átta og tíu máttu listamenn flytja eitt lag. Sumir fluttu frumsamin lög, aðrir spunnu á staðnum. Ef að flutningurinn var ekki góður öskruðu áhorfendurnir á viðkomandi og listamaðurinn þurfti að ljúka laginu samstundis. Frægir tónlistarmenn sem mættu oft á kvöldin eru meðal annars Ice Cube, Snoop Dogg, Will.i.am og Common en tónlistarmennirnir The Pharcyde, Fat Joe, Skee-Lo og Kurupt eru meðal þeirra sem tóku þátt og komu fram. The Good Life Café var góð leið fyrir tónlistarmenn að koma sér á framfæri og átti stóran þátt í þróun hipp hopps á vesturströndinni.

Frægir tónlistarmenn Vesturstrandarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Gangsta rapp og N. W.A[breyta | breyta frumkóða]

N.W.A. eða Niggaz with Attitude er ein fyrsta hljómsveitin sem gerði gangsta rapp vinsælt í Bandaríkjunum. Gangsta rap var tegund rapps sem var ekki mjög sýnilegt og á rætur sínar að rekja til Vesturstrandar Bandaríkjanna, nánar tiltekið til borgarinnar Compton sem er innan Los Angeles stórborgarsvæðisins. Ice Cube, Dr. Dre, MC Ren og DJ Yella ásamt Eazy-E mynduðu hljómsveitina þar sem Dr. Dre, sem sá um laga- og textasmíð ásamt því að rappa sjálfur og Ice Cube sem sá um textasmíð og rapp. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, N.W.A. and the posse, árið 1987. Sú plata gekk ekki vel í sölu en næsta plata Straight outta Compton sem kom út árið 1989 varð stórsmellur og seldist um öll Bandaríkin. Platan vakti mikla athygli fyrir mjög hreinskilna mynd á lífinu í fátækrahverfum Los Angeles og gagnrýndi yfirvöld og lögreglu harkalega. Lagið Fuck tha Police var bannað á nokkrum stöðum vegna harkalegrar gagnrýni á lögregluyfirvöld og ofbeldisfullra lýsinga á æskilegum viðbrögðum gegn lögreglunni. Grundvöllurinn fyrir stofnun sveitarinnar var fíkniefnasala Eazy-E sem hafði verið stórtækur fíkniefnasali í Compton og notaði hann tekjur sínar af sölunni til að fjármagna plötuútgáfu N.W.A.

Eazy-E[breyta | breyta frumkóða]

Eric Wright eða Eazy-E fæddist hinn 7. september árið 1963 í Compton, Kaliforníu. Hann var sonur hjónanna Kathie og Richard Wright en þau börðust við fátækt eins og flestir aðrir í þessu hverfi. Eazy-E hóf skólagöngu en hætti henni í 10. bekk til að snúa sér alfarið að fíkniefnasölu sem hafði verið honum mjög ábatasöm enda krakk nýkomið á markaðinn og gríðarlega góðar tekjur mynduðust af sölu þess. Eazy-E er oft sagður stofnandi gangsta rapps.

Tupac Shakur[breyta | breyta frumkóða]

Tupac Amaru Shakur er frægasti rappari vesturstrandarinnar. Hann fæddist í Brooklyn, New York 16. júní 1971. Tupac ólst upp í mikilli fátækt í fátækrahverfum New York. Hann samdi ljóð og skrifaði dagbækur ungur að aldri og tólf ára gekk Tupac í leiklistarhóp í Harlem. Fimmtán ára gamall flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Baltimore, þar sem hann gekk í leiklistarskóla. Tupac hafði brennandi áhuga á ljóðlist og austrænum trúarbrögðum og sökkti sér jafnvel í alfræðiorðabækur. Í Baltimore hóf Tupac einnig að semja og flytja rapptónlist undir nafninu MC New York. Tveimur árum síðar fluttu Tupac og fjölskylda til Kaliforníu og það var þá sem Tupac komst í slæman félagsskap. Hann fór að selja fíkniefni og komst í alls kyns vandræði en á sama tíma eignaðist hann félaga sem vöktu áhuga hans á rappi. Árið 1991 lék Tupac í kvikmynd inni Juice og hlaut góða dóma fyrir leik sinn í myndinni. Í nóvember 1991 gaf Tupac svo út sína fyrstu sólóplötu, 2Pacalypse Now og náði strax vinsældum. Platan var harðlega gagnrýnd af sumum og var sögð hvetja til ofbeldis. Tupac gaf út aðra plötu sína, Strictly 4 My N.I.G.G.A.Z. í febrúar 1993. Á Platan náði mun meiri vinsældum en sú fyrsta, seldist í milljónum eintaka. Árið 1994 stofnaði Tupac rapphljómsveitina Thug Life, sem gaf út plötuna Thug Life: Thug Life Vol. 1 við litla athygli.

Tupac komst meira í kast við lögin eftir að hann varð þekktur. Í desember 1994 var Tupac kærður fyrir kynferðisbrot og í ársbyrjun 1995 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi, þrátt fyrir skort á sönnunargögnum og að neita allri sök. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir dómsúrskurðinn var ráðist á Tupac, hann rændur og skotinn fimm sinnum, meðal annars í höfuðið. Hann lifði árásina af og var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann gekk undir aðgerð. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir aðgerðina útskrifaði hann sig sjálfur af spítalanum og mætti til að heyra dómsuppskurðinn í kynferðisbrotsmálinu.

Eftir það gaf hann út tvær plötur Me Against The World og All Eyez on Me sem sögð er vera besta rappplata allra tíma. Þann 7. september 1996, eftir að hafa verið staddur á hnefaleikakeppni í Las Vegas var Tupac skotinn fimm sinnum í bíl á leiðinni heim. Hann var lagður inn á sjúkrahús, þar sem gerðar voru þrjár aðgerðir til að reyna að bjarga lífi hans. Sex dögum síðar, þann 13. september, lést Tupac af sárum sínum, aðeins 25 ára að aldri.

Morðið á Tupac er enn þann dag í dag óupplýst. Tveimur mánuðum eftir morðið kom út platan Makaveli: The Don Killaminati: 7 Day Theory sem Tupac hafði tekið upp rétt fyrir dauða sinn. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hver hafi myrt Tupac. Austurstrandar – Vesturstrandar hipp hopp ágreiningurinn var deila sem byrjaði í kringum 1990. Í brennidepli ágreiningsins voru Austurstrandarrapparinn The Notorious B.I.G á móti Tupac. Þeir voru báðir myrtir og sumir halda því fram að stuðningsmenn B.I.G hafi myrt Tupac. Einnig hefur verið haldið fram að Tupac hafi sett dauða sinn á svið og telja sig margir hafa vísbendingar um það af plötum hans.

Cypress Hill[breyta | breyta frumkóða]

Cypress Hill er eitt af stóru nöfnunum frá Vesturströndinni. Hljómsveitin var stofnuð af tveimur kúbverskum strákum árið 1988 og kemur frá South Gate, Kaliforníu og var fyrsta heimsfræga american/ latino hipp hopp hljómsveitin á markaðnum. Í byrjun átti Cypress Hill að vera rokkhljómsveit en tónlistin þróaðist út í hart hipp hopp.

Snoop Dogg[breyta | breyta frumkóða]

Snoop Dogg er fæddur 20. október 1971 og er einn frægasti Vesturstrandar rappari nútímans. Ásamt því að vera heimsfrægur rappari er hann einnig leikari og skemmtikraftur. Sem unglingur var hann í glæpagengi í Kaliforníu og stuttu eftir útskrift hans úr skóla var hann handtekinn fyrir eign á kókaíni og eyddi sex mánuðum í fangelsi. Tónlistarferill hans hófst árið 1992 en hann var lærisveinn Dr. Dre um kringum dauða Eazy E. Fyrsta plata hans heitir Doggystyle en hún fór beint á topinn í Bandaríkjunum. Hann hefur síðan gefið út tíu aðrar plötur sem hafa allar notið mikilla vinsælda, verið tilnefndur til þrettán Grammy-verðlauna.

Fleiri rapparar[breyta | breyta frumkóða]

Aðrir frægir heimsfrægir rapparar sem komu frá vesturströnd Bandaríkjanna eru meðal annars Ice T, Kurupt, Xzibit og hljómsveitin Dialated peoples.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]