Vestur-Þrakía
Útlit
Vestur-Þrakía (gríska: [Δυτική] Θράκη) er sögulegt hérað í norðausturhluta Grikklands. Héraðið liggur á milli ánna Nestos og Evros. Austan við Evros er Austur-Þrakía sem er hluti af Tyrklandi. Svæðið fyrir norðan Vestur-Þrakíu, Norður-Þrakía, er hluti af Búlgaríu. Íbúar voru um 370 þúsund árið 2011. Höfuðstaður héraðsins er borgin Komontini. Eyjan Samóþrakía liggur undan strönd Vestur-Þrakíu.