Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar er herrafataverslun á Laugavegi 34 í Reykjavík.
Verslunin var stofnuð í bakhúsi við Grettisgötu í Reykjavík árið 1918. Stofnandi hennar var Guðsteinn Eyjólfsson (1890-1972) klæðskeri og rak hann saumastofu samhliða versluninni og saumaði sjálfur fatnaðinn sem þar var seldur.
Árið 1922 keypti Guðsteinn einlyft hús að Laugavegi 34 og flutti fyrirtæki sitt þangað. Nokkrum árum síðar var húsið rifið og nýtt hús byggt á lóðinni. Húsið var risið árið 1929 og fluttist verslunin í nýju bygginguna í desember sama ár og hefur starfað þar óslitið síðan.[1]
Innflutningshöft settu lengi vel svip sinn á verslunarreksturinn og leiddu til þess að Guðsteinn setti skyrtugerð á laggirnar árið 1937 og prjónastofu árið 1950. Skyrtur og peysur voru framleiddar í versluninni allt fram á áttunda áratug síðustu aldar.[2]
Verslunin var í eigu afkomenda Guðsteins allt til ársins 2016 er nýir eigendur tóku við rekstri hennar.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Mbl.is, „Verslun Guðsteins lifir áfram“ (skoðað 8. ágúst 2019)
- ↑ 101reykjavik.is, „Verslun Guðsteins stofnuð 1918“ (skoðað 8. ágúst 2019)