Verpa eggjum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Verpa eggjum er leikur þar sem þarf einn bolta, einn eða fleiri leikmenn og húsvegg.

Hvernig er leikið[breyta | breyta frumkóða]

Leikmenn standa í röð fyrir framan vegginn og sá sem er fyrstur tekur boltann og kastar honum í vegginn. Um leið og boltinn skoppar til baka hoppar leikmaðurinn yfir boltann með fæturna í sundur, þannig að hann fari á milli fótanna, líkt og hann sé að verpa eggi. Sá sem er næstur í röðinni grípur og gerir það sama. Leikmaðurinn fer svo aftast í röðina og þannig gengur leikurinn eins lengi og leikmenn hafa þrek og þol til.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.