Verndarréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verndarréttur er réttur eiganda að eignarrétti til að fá handhafa opinbers valds til að vernda eign sína ef hagsmunir eru í hættu eða, ef röskun hefur þegar átt sér stað, úrræði til að fá eignina aftur, ellegar réttar til skaðabóta úr hendi tjónvalds. Meðal slíkra aðgerða er réttur hans til að krefjast lögbanns við byrjuðum eða yfirvofandi röskunum á hagsmunum hans, og kröfu um ógildingu opinbers leyfis sem heimilar háttsemi er veldur slíkum röskunum. Þó gæti traustfang orðið til þess að eigandinn geti ekki fengið eignina til baka undir ákveðnum kringumstæðum.

Þessi réttur gæti verið torveldur í tilviki lausafjár sökum hinnar almennu reglu eignarréttar um að handhafi lausafjár sem fer með það eins og það tilheyrði honum sé skv. löglíkindum talinn réttur eigandi þess.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.