Venetian Snares

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Venetian Snares

Venetian Snares (íslenskast sem feneyskir snerlar) er nafnið sem Kanadamaðurinn Aaron Funk gefur út tónlist sina sem. Tónlist hans flokkast nánast undartekningarlaust sem tilraunakennd raftónlist; IDM, breakcore eða glitchcore. Hann hefur gefið út hjá fjöldamörgum útgáfufyrirtækjum; History of the Future, Isolate/DySLeXiC ResPonSe, Addict, Zod, Distort, Sublight, Low-Res, Planet Mu og Hymen.

Tónlist Aarons þykir heldur tormelt borin saman við popptónlist en hún nýtur stöðugt meiri vinsælda um heim allan. Til merkis um það hefur John heitinn Peel hrósað honum. Plata hans Rossz csillag alatt született hefur selst í 15 þúsund eintökum. Loks hefur Anthony Kiedis, söngvari Red Hot Chili Peppers sagt hann vera uppáhalds nýja tónlistarmann sinn.

Í tónlist Aarons gætir ýmissa áhrifa, þar má nefna þungarokk, dauðarokk, fönk, jass og klassísk tónlist. Aaron vinnur tónlist sína mestmegnis í tölvum í svonefndum trakkerforritum. Á YouTube má finna upptöku af því þegar eitt laga hans, Vache af plötunni Cavalcade of Glee and Dadaist Happy Hardcore Pom Poms, spilast á slíku forriti.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]