Fara í innihald

Velletri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velletri er sveitarfélag í sýslunni Róm á Albanihæðum í Latíum á Ítalíu. Það á landamæri að sveitarfélögunum Rocca di Papa, Lariano, Cisterna di Latina, Artena, Aprilia, Nemi, Genzano di Roma og Lanuvio. Það er hluti af svæði sem er kallað Castelli Romani sem telur sautján sveitarfélög í héraðinu Latíum. Íbúar Velletri eru rétt yfir fimmtíu þúsund.

Í Fyrsta latínastríðinu lögðu Rómverjar bæinn undir sig og nefndu Velitrae eftir orðinu Velcester í máli Volska. Eftir að Rómverjar lögðu bæinn aftur undir sig 494 f.Kr. og 338 f.Kr. varð hann að rómversku municipium þar sem rómverskir patricíar reistu villur sínar. Octavíanska ættin sem Ágústus keisari var af var frá Velletri og Ágústus sjálfur ólst þar upp þótt deilt sé um hvort hann hafi fæðst þar eða í Róm.