Fara í innihald

Veiðilína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Veiðilína (pikköpplína og bólbeita) er setning til að „brjóta ísinn“ í samræðum við annan einstakling sem viðkomandi hefur kynferðislegan áhuga á og/eða langar til að kynnast betur. Það helsta sem einkennir veiðilínur er hnyttni og fyndin hugrenningartengsl, sem og dulin klúryrði og ágengni í framsetningu (og eru jafnvel stundum settar fram með öfugsnúnum hætti). Þær geta líka verið mjög klámfengnar og ruddalegur. Veiðilínur verða mjög fljótt að lágkúrulegum klisjum, jafnvel hættulega óviðurkvæmilegar, ofurvæmnar og þá um leið illa þokkaðar. Þær hafa þá öfug áhrif við það sem ætlast var til af þeim í fyrstu.

Dæmi um veiðilínur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kemurðu oft hingað?
  • Viltu koma heim og skoða frímerkjasafnið mitt?
  • Vá, þú ættir að leika í Colgate-auglýsingum, þú hefur svo hvítt og fallegt bros.
  • Hvað er það við mig sem fær þig til að vilja rífast við mig?
  • Sæl, má ég sulla í druslunni þinni?
  • Á ég að hringja í þig í fyrramálið eða bara ýta við þér?
  • Ertu grísk? - Nei! - Nú, ég hélt að allar gyðjur væru grískar.
  • Þetta er happadagurinn þinn. Það vill svo til að ég er á lausu.
  • Fyrirgefðu hvaða bólbeita virkar best á þig?
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.