Varnarhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Varnarhyggja er kenning í alþjóðasamskiptum innan raunhyggju um að stríð séu í flestum tilvikum óskynsamleg og hafi nær ávallt óhagstæðar afleiðingar fyrir ríki. Í fyrsta lagi vegna þess að það sem talið er vera undirliggjandi forsenda fyrir stríðinu getur reynst vera röng eða óréttmætt. Í öðru lagi, getur það haft í för með séð diplómatískan kostnað að koma af stað stríði án þess að hafa afdráttarlausar sannanir um að hitt ríkið hafi ætlað að gera árás. Það getur haft í för með sér þær afleiðingar að önnur ríki muni ekki mynda bandalög með því, þar sem litið verði á það sem óáreiðanlegt og ógnandi. Í þriðja lagi gerir varnarhyggjan ráð fyrir að vörn hafi kosti umfram sókn og því sé betra fyrir ríki að verjast fremur en að leggja í sókn, í þágu öryggis.

Þrátt fyrir að varnarhyggjukenningar séu ólíkar að upplagi hafna þær allar þeirri hugmynd að ríki séu í eðli sínu árásargjörn. Það er í raun út frá þeirri grunnforsendu sem kenningarnar geta hafnað því að öll ríki hafi ávallt illan ásetning og þurfa þar af leiðandi ekki að vera í stöðugri sókn. Engu að síður þurfa lönd þó að byggja upp varnir sínar gagnvart öðrum löndum og í sumum tilvikum getur það leitt til öryggisklemmu.