Vallarborg
Vallarborg var fjölbýlishús á Ísafirði. Húsið var byggt árið 1920 og rifið árið 1981. Vallarborg stóð á Hrossataðsvöllum og var reist sem félagslegt leiguhúsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar. Það voru árið 1920 12 heimili með samtals 81 íbúa. Í stríðslokin 1918 voru reistar í Ísafjarðarbæ nokkrar íbúðir fyrir verkafólk. Þær voru í raun kofaþyrping og nefndust Hlíðarhús. Það var talið lélegt hús og illa byggt, enda reist úr gömlum viðum eldri húsa utan úr Bolungavík. Hlíðarhús stóð utan við bæinn. Síðan var Vallarborg byggð en það var steinbygging og ein fyrsta blokkin á Íslandi og var húsið fullgerð laust eftir 1920. Vallarborg var byggð á Hrossataðsvelli, sem þá var utan við bæinn og var nafn hússins dregið af staðsetningunni og því hve stórt húsið þótti. Húsið þótti illa byggt hús og óvandað.