Fara í innihald

Vísillemúrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Almennt um Vísillemúra (Lepilemuridae)

[breyta | breyta frumkóða]

Undir ættinni Vísillemúrum (Lepilemuridae) tilheyrir einungis ein núlifandi ættkvísl og hægt að kalla hímskottur eða angaskottur (Lepilemur; lepi = angi, fríður + lemur = andi, draugur, skotta). Helztu fræði gefa upp aðeins 7 tegundir en nýlega hefur þeim fjölgað gríðarlega vegna þróun í erfðatækni og skartar ættkvíslin nú um 24-26 tegundum.

Vísillemúrar, ásamt öðrum lemúrum, finnast eingöngu á eyjunni Madagaskar og teljast hafa fluzt þangað fyrir um 70 milljón árum frá Afríku. Talið er að þeir ásamt miklum meirihluta núverandi fánu (e. fauna) Madagaskars, hafi flotið þar yfir með Mósambík straumnum (e. Mozambique Channel) á risaflota gerðum úr alls konar jurta- og trjáleifum, en á þeim tíma beindist hann þangað.

Ættkvíslin hímskottur/angaskottur (Lepilemur)

[breyta | breyta frumkóða]

Hímskottum var fyrst lýst árið 1851 af franska dýrafræðingnum Isidore Geoffroy Saint-Hilaire. Nafnið kemur af tvennum orðum: lepidus úr latínu sem þýðir 'geðþekkur' eða 'fríður' og orðinu lemur sem þýðist sem vofa/andi/draugur. Nafngiftin mistókst þó vegna ritvillu sem hélzt, en dýrafræðingar reyndu síðar að lagfæra sem lepidolemur, en það tókst ekki.


Þær eru næturdýr og sofa því á daginn. Oft má finna þær híma undir trjákrónunni á góðri grein, sofandi eða að hvílast. Þær eru sérhæfðar jurtaætur og éta aðallega laufblöð; stundum börk, blóm og aðrar jurtir.

https://www.lemurconservationnetwork.org/learn/why-lemurs/

https://animals.fandom.com/wiki/Lepilemuridae

https://animalia.bio/lepilemuridae