Fara í innihald

Vætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vætt er forn mælieining sem notuð var á þjóðveldisöld sem mælieining fyrir þyngd. Minnsta þyngdareiningin var örtugur (tæp 9 g) en þrír örtugir gerðu eyri (27 g) og átta aurar (um 216 g) gerðu mörk, tuttugu merkur (um 4,3 kg) gerðu fjórðung og átta fjórðungar (34-35 kg) gerðu vætt.

Þegar fiskur var mældur voru venjulega taldir 40 fiskar í vætt en stundum voru 120 fiskar taldir 3 1/2 vætt, það er 34 fiskar í vætt.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]