Óþörf tvítekning
Útlit
(Endurbeint frá Upptugga)
Óþörf tvítekning [1] ( tátólógía eða fjölyrði[2]) (en líka upptugga, jagstagl eða tvíklifun) (fræðiheiti: tautologia) er hugtak í málfræði sem vísar til þess þegar eitthvað er endurtekið til óþurftar, t.d. þegar sama hugtak er endurtekið með samheiti eða öðru orðalagi. Hugtökin upptugga, jagstagl og tvíklifun eru í eðli sínu óþarfa tvítekningar og lýsa því ágætlega fyrirbærinu.
- Dæmi:
- Frosið svell
- Svell eru alltaf frosinn, því er óþarfi að tala um frosið svell.
- Andvana lík
- Lík eru undantekningarlaust andvana.
- Snauður fátæklingur
- Fátæklingar eru snauðir samkvæmt skilgreiningu.
- Sláttuorf
- Orf er amboð sem eingöngu er notað til sláttu.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1982
- ↑ Orðabók Blöndals