Fara í innihald

Uppsprettan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Uppruninn (bók))
The Fountainhead.

Uppsprettan (e. The Fountainhead) er skáldsaga eftir rússnesk-bandarísku skáldkonuna Ayn Rand. Hún kom út árið 1943. Skáldsagan fjallar um baráttu hins sjálfstæða, skapandi einstaklings gegn þeim sem vilja annaðhvort kaupa hann til fylgis við sig eða fá hann til að fylgja almenningsálitinu. Aðalsöguhetjan er arkitektinn Howard Roark. Bókin var kvikmynduð árið 1949 með Gary Cooper í aðalhlutverkinu.

Bókin kom út í íslenskri þýðingu Þorsteins Siglaugssonar 1990 og nefndist þá Uppruninn. Hún var svo endurútgefin árið 2011 í endurskoðaðri þýðingu Þorsteins og nefndist þá Uppsprettan.