Upplýsingalæsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Upplýsingalæsi er nýlegt hugtak á sviði bókasafns- og upplýsingafræða sem snýst um að geta skilgreint ákveðna og meðvitaða upplýsingaþörf og geta fullnægt henni með því að afla viðkomandi þekkingar. Hugtakið er ákveðin framlenging á hugtakinu læsi sem vísar til þess að kunna að lesa. Aðrar framlengingar á læsi hafa einnig verið nefndar til sögunnar og jafnvel talist nauðsynlegar til þess að einhver geti talist upplýsingalæs; s.s. myndlæsi, fjölmiðlalæsi, tölvulæsi og netlæsi.[1]

Í Prag-yfirlýsingunni svonefndu um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu frá árinu 2003 var upplýsingalæsi sagt fela í sér „þekkingu á eigin upplýsingaþörfum og hæfileikanum til að staðsetja, finna, meta, skipuleggja og nota á skilvirkan hátt upplýsingar við að fjalla um þau málefni og viðfangsefni sem eru til staðar, er forsenda þess að taka fullan þátt í upplýsingasamfélaginu og er hluti af þeim grundvallar mannréttindum að njóta símenntunar“.[2] Við þessa skilgreiningu hefur krafa um siðræna notkun upplýsinga og gagnrýna hugsun einnig bætst.

Hugtakið upplýsingalæsi er fyrst talið hafa verið notað árið 1974 af Paul G. Zurkowski, sem var þá formaður Samtaka Upplýsingaiðnaðsins (í dag Software and Information Industry Association).[3] Með aukinni hnattvæðingu; þróunar á sviði upplýsingatækni hefur umræða um upplýsingalæsi orðið meira áberandi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir (2001). „Upplýsingalæsi - nauðsynleg kunnátta á nýrri öld - þróun hugtaks“. Bókasafnið. 25 (1): 7–11.
  2. „Prag yfirlýsingin um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu“ (pdf). 2003.
  3. Paul G. Zurkowski (1974). „The Information Service Environment Relationships and Priorities. Related Paper No. 5“.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Greinar[breyta | breyta frumkóða]