Ingimarsskólinn
Útlit
(Endurbeint frá Ungmennaskóli Reykjavíkur)
Gagnfræðaskóli Reykjavíkur, oftast nefndur Ingimarsskólinn eftir fyrsta skólastjóra hans, séra Ingimar Jónssyni, var gagnfræðaskóli í Reykjavík sem síðan varð Gagnfræðaskóli Austurbæjar. Hann var stofnaður árið 1928 og hét þá Ungmennaskóli Reykjavíkur en tveimur árum eftir stofnun hans voru sett lög á Alþingi um gagnfræðaskóla og hlaut hann þá nafnið Gagnfræðaskóli Reykjavíkur. Í fyrstu voru eingöngu tveir kennarar við Ungmennaskólann en það voru Ingimar skólastjóri hans og Árni Guðnason cand.mag. Sveinbjörn Sigurjónsson varð yfirkennari við Ingimarsskólann 1949 og skólastjóri 1955.