Fara í innihald

Texas-háskóli í Austin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá UT Austin)
UT Tower í Austin.

Texas-háskóli í Austin (e. The University of Texas at Austin eða UT Austin) er ríkisrekinn rannsóknarháskóli í Austin í Texas í Bandaríkjunum og er aðalháskóli háskólakerfisins í Texas. Skólinn var stofnaður árið 1883. Yfir 50 þúsund nemendur stunda nám við skólann og um 16.500 háskólakennarar og annað starfsfólk starfar þar. Á árunum 1883 til 1967 hét skólinn einfaldlega Texas-háskóli (e. University of Texas).