Fara í innihald

Tveggjagáttatilraun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tveggjagáttatilraun (eða Young-tilraun) er tilraun úr skammtafræði sem fjölfræðingurinn Thomas Young setti fyrstur upp. Tilraunin sannaði fyrst í höndum hans að ljós væri bylgjuhreyfing. Skammtafræðingar sýndu seinna fram á að ljós hefur hvortveggja eigindir bylgju og agnar og annað útilokar ekki hitt. Það er því sagt að ljós sé tvíeðla, það er hafi svokallað bylgju-agnar-eðli. Hið sama á við um rafeindir og ljóseindir. Skammtafræðingar komust einnig að því að athugandinn hefur áhrif á hegðun ljóseinda þar eð ljóseindir tóku að haga sér eins og agnir ef fylgst er með þeim.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.