Trommusett
Útlit
Trommusett er safn slagverkshljóðfæra sem raðað er upp á þægilegan hátt þannig að einn hljóðfæraleikari geti leikið á þau öll samtímis.
Grunntrommusett sem notuð eru í dægurtónlist samanstendur af eftirfarandi einingum:
- Bassatromma, tromma sem látin er liggja á gólfi, oftast milli 40 og 60 cm að þvermáli. Slegin með fótstigli, oftast með hægri fæti.
- Sneriltromma (eða snerill), oftast nær mest notaða tromman í trommusetti. Hún er yfirleitt með gormum neðan á sem látnir eru liggja upp við neðri skinnið til að fá "krispí" hljóm.
- Hi-hat, tvö málmgjöll sem liggja hvort á móti öðru og hægt er að opna þau og loka með fótstigli sem oftast er stjórnað með vinstri fæti.
Oftast er þó fleiri slagverkseiningum bætt við sem eru:
- Málmgjöll einnig kölluð symbalar, eru einskonar diskar gerðir úr málmi. Mis mörgum málmgjöllum er komið fyrir á statífum í kringum trommusettið, algengt er að þau séu á bilinu 0 til 8 stykki en allur gangur er á því. Algengustu málmgjöllin nefnast crash og ride, en einnig má nefna splash og kínasymbala.
- Pákur (e. toms) eru sívalar trommur sem raðað er við hliðina á eða í kringum snerilinn. Oftast eru notaðar á bilinu 0 til 5 pákur en algengast er að þær séu 2 eða 3.
Ekki er óalgengt að fleiri slagverkshljóðfærum sé bætt við trommusett.