Fara í innihald

Trapisa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af trapisu með hæðina h.

Trapisa (hálfsamsíðungur eða skakkur ferhyrningur) er ferhyrningur sem hefur tvær mótlægar hliðar samsíða. Samsíða hliðarnar eru oft táknaðar með a og b, en fjarlægðin á milli þeirra með h og kallast hæð trapisunnar. Flatarmál trapisunnar er fundið út frá þessum lengdum þannig: F = . Þetta má orða svo, að fundið er meðaltal lengda samsíða línanna og það margfaldað með hæðinni. Þetta má rökstyðja með því að draga hornalínuna AC, sem skiptir trapisunni í tvo þríhyrninga, ABC og ACD. ABC hefur flatarmálið 1/2bh en ADC hefur flatarmálið 1/2ah. Summa þeirra er flatarmál allrar trapisunnar, svo að F = 1/2ah + 1/2bh = 1/2(a+b)h.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Hvernig er trapisa skilgreind?“. Vísindavefurinn.