Traðarhyrna
Útlit
Traðarhyrna | |
---|---|
Hæð | 640 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Bolungarvíkurkaupstaður |
Hnit | 66°10′09″N 23°16′01″V / 66.16904°N 23.266947°V |
breyta upplýsingum |
Traðarhyrna er fjall sem gnæfir yfir kaupstaðinn Bolungarvík í samnefndri vík. Traðarhyrna er 640 m hátt, úr tertíer blágrýti, girt klettum að ofan en skriðurunnin að neðan. Ysti hluti fjallsins er nefndur Traðarhorn og er byggðin að mestu fyrir neðan það. Talin er snjóflóðahætta frá Traðarhyrnu og hefur verið byggður snjóflóðavarnargarður. Á hliðinni sem snýr að sjó eru stallar efst í skriðunum og nefnast þeir Upsir sem er vinsæll útsýnisstaður yfir Ísafjarðardjúp eftir um 20 mínútna göngu upp troðning í fjallinu.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Traðarhyrna.