Trönur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Trönur.

Trönur eru upprétt stoðgrind sem notuð er til að sýna eða vinna með hlut sem liggur á trönunum. Trönur eru mikið notaðar af myndlistamönnum þar sem málverk sem unnið er að hvílir á trönum og þeir vinna við það standandi. Trönur geta einnig verið stoðgrind í fiskhjöllum. Trönur geta verið úr ýmsum efnum svo sem tré, áli eða stáli. Málaratrönur eru oftast úr tré.

Tvö dæmi um trönur með H-ramma.

Það eru þrjár algengar útgáfur af trönum:

  • Trönur sem hvíla á þremur fótum. (A-ramma hönnun)
  • Trönur sem eru mynda rétt horn. (H-ramma hönnun)
  • Trönur sem hægt er að snúa og halla að vild og nota við ýmsar aðstæður.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]