Topprándýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljón eru dæmi um topprándýr.

Topprándýr eru dýr sem sitja efst í fæðukeðju og afræna önnur dýr, án þess að nokkur önnur dýr afræni þau. Topprándýr á landi, þar sem fæðukeðjan er styttri en í hafinu, eru oftast annars stigs neytendur. Úlfar borða til dæmis grasbíta (fyrsta stigs neytendur) sem borða jurtir (frumframleiðendur). Hugtakið topprándýr er aðallega notað í verndunarlíffræði, stjórnun náttúruverndarsvæða og í vistferðamennsku.

Menn hafa lengi átt í samstarfi við topprándýr, eins og úlfa, ránfugla og skarfa, við veiðar. Deilt er um hvort mennirnir sjálfir eigi að teljast topprándýr, þar sem megnið af fæðu fólks víða um heim kemur úr jurtaríkinu fremur en dýraríkinu. Því hefur verið haldið fram að menn hafi þróast sem topprándýr, en tekið að borða fjölbreyttari fæðu eftir því sem risadýrum sem þeir veiddu fækkaði.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.