Tindhólmur er lítil óbyggð eyja í Færeyjum vestur af eyjunni Vágar og austur af eyjunni Mykines. Tindhólmur hefur fimm tinda: Ytsti, Arni, Lítli, Breiði og Bogdi. Eyjan er 0,65 ferkílómetrar að stærð og er hæsti punkturinn 262 metrar. Kindur eru settar á beit í eyjuna og eru tvö hús á henni.