Thierry Omeyer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thierry Omeyer

Thierry Omeyer (fæddur 2. nóvember 1976 í Mulhouse) er franskur handknattleiksmaður sem leikur í stöðu markmanns. Hann spilar fyrir Paris Saint-Germain Handball. Hann er aðalmarkmaður franska karlalandsliðsins í handknattleik.

Omeyer hóf að leika handknattleik níu ára í Cernay (Alsace). Árið 1994 hóf hann feril sinn sem atvinnumaður með liðinu Selestat. Hann var mjög góður þar og vakti mikla athygli enda var hann með 50% markvörslu nánast í hverjum leik. Hann vakti líka mikla athygli í liðinu Montpellier. Og hann var fljótur að vinna sér sæti í liðinu, vann hann fimm meistaratitla (frá 2002 til 2006) og fimm með Montpellier (2001, 2002, 2003, 2005 og 2006). Árið 2003 varð hann deildarmeistari í Meistaradeildinni (EHF Champions League) en það var í fyrsta sinn sem franskt lið vann þennan titil. Árið 2006 ákvað hann að ganga til liðs við þýska liðið THW Kiel, þar sem hann hefur unnið fjóra titla — þrjá innanlands 2007, 2008 og 2009 auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu árið 2007.

Omeyer lék fyrsta leik sinn með franska landsliðinu 19. september 1999 í leik gegn Rúmeníu. Árið 2001 varð hann heimsmeistari með franska alandsliðinu eftir leik gegn Svíþjóð sem lauk 28-25 (eftir tvær framlenganir).

Árið 2008 varð hann Ólympíumeistari og var kosinn besti markvörður mótsins með 41% hlutfall af vörðum skotum. Hann varði 19 skot af 39 og tryggði Frakklandi 28-23 sigur í úrslitaleik gegn Íslandi.