The Wild Bunch
Útlit
The Wild Bunch er bandarískur vestri frá árinu 1969 en leikstjóri kvikmyndarinnar var Sam Peckinpah. Myndin fjallar um roskna útlaga í gengi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna sem reyna að komast af með öllum ráðum en eru eins og nátttröll í nýmóðins heimi árið 1913. Myndin lýsir samfélagi siðrofs og upplausnar á skilum tveggja félagskerfa. Hún segir sögu hóps sem hefur dagað uppi í heimi þar sem færni þeirra og hæfni er orðin úrelt, hóp sem reynir að skapa eigin heim. Myndin vakti í upphafi mikla athygli vegna myndatökunnar en í myndinni er mikið ofbeldi og það sýnt öðruvísi, raunverulegra og á ógeðslegri hátt en áður hafði tíðkast í bandarískum vestrum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist The Wild Bunch.