Fara í innihald

The Perseus Project

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Perseus Project (sem er enska fyrir Perseifs verkefið) er verkefni, sem unnið er að í Tufts University og felst í því að gera aðgengilegar á stafrænu formi mikilvægar heimildir í húmanískum fræðum. Verkefninu er stýrt af fornfræðideildinni.

Verkefnið var sett á laggirnar árið 1987 en þá var hafist handa við að safna efni er varðaði rannsóknir á Grikklandi hinu forna. Tveir geisladiskar hafa verið gefnir út og árið 1995 var sett upp vefsíða, sem hýsir nú Perseus Digital Library. Frá því að verkefnið hófst er það búið að vinda upp á sig; nú er safnað textum á grísku og latínu, enskum textum frá endurreisnartímanum, ritgerðum Edwins Bolles og efni er varðar sögu Tufts University.

Yfirritstjóri verkefnisins er Gregory Crane.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]