Fara í innihald

The Latin Library

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Latin Library er vefsíða sem hýsir latneska texta í almannaeigu. Textarnir eru fengnir frá mismunandi stöðum. Margir voru skannaðir inn úr bókum sem eru lausar undan höfundarétti. Aðrir voru halaðir niður af ýmsum síðum á veraldarvefnum (sumar þeirra eru ekki lengur til). Leyfi hefur fengist fyrir birtingu flestra nýrri textanna. Textarnir eru ekki ætlaðir til nýtingar í rannsóknum og þeim er ekki ætlað að leysa af hólmi fræðilegar útgáfur með handritaskýringum. Á vefsíðunni eru engar þýðingar. William L. Carey í Fairfax, Virginíu, heldur síðunni við, sem er hluti af stærra Ad Fontes Academy vefsíðu.