The Broads-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning.
Bátur í the Broads.

Broads-þjóðgarðurinn (enska: The Broads) er verndað svæði 303 ferkílómetra af ám og vötnum í austur-ensku héruðunum Norfolk and Suffolk. Svæðið var gert að þjóðgarði árið 1989. Árnar eru sjö og vötnin, kölluð broads, eru 63. Svæðið er vinsælt fyrir frístundasiglingar. Ríkulegt fuglalíf er þar og einnig eru þar einstök dýr eins og drekaflugur. Ofauðgun hefur verið reglulegt vandamál vegna landbúnaðar og skólps og þörungavöxtur farið úr hófi.