Terni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð yfir borgina og nágrenni

Terni (latína: Interamna Nahars) er 111.955 manna borg (1. apríl 2015) í suðurhluta Umbríu héraðs í mið Ítalíu.

Borgin er höfuðborg Terni sýslu og stendur á sléttu við ánna Nera. Terni er í 104 kílómetra fjarlægð frá Róm. Borgin er var reist á sjöundu öld f.k. en fornmenjar sýna þó að búið hafi verið á svæðinu allt frá bronsöld.

Heilagur Valentínus frá Terni fylgist með byggingu kirkju sinnar í Terni, úr 14. aldar frönsku handriti. (Bibliothèque nationale, Mss fr. 185)

Dýrlingur borgarinnar er Heilagur Valentínus og dagur hans 14. febrúar, er Valentínusardagurinn kenndur við hann.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.