Fara í innihald

Ketill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tepottur)
Orðið „ketill“ getur líka átt við karlmannsnafn.
Ketill frá Taívan.

Ketill er eldhúsáhald eða heimilistæki sem haft er til að sjóða vatn til ýmissa nota, meðal annars til að laga te og ýmsa aðra heita drykki. Rafmagnskatlar eða hraðsuðukatlar, sem oftast eru úr plasti eða stáli, eru rafknúnir og hafa innbyggt hitaelement en aðrir katlar, sem eru úr málmi eða leir, eru settir á eldavélarhellu eða yfir opinn eld og hitaðir þannig.

Orðið „ketill“ er upphaflega komið úr latínu, catillus, sem þýðir lítil skál eða djúpur diskur. Áður fyrr hafði orðið ketill víðtækari merkingu á íslensku og var haft um potta - talað er um soðkatla í heimildum, meðal annars í Njálu: „Þar var maður úti hjá búð nokkurri er Sölvi hét. Hann sauð í katli miklum og hafði þá upp fært úr katlinum en vellan var sem áköfust.“ Nú á dögum er orðið ketill eingöngu haft um vatns- og tekatla.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.