Tekanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tveir tepottur frá Viktoríutímabilinu.

Tekanna er ílát notað til að laga te með sjóðandi vatni. Teið er ýmist í tepoka eða laust, þá þarf tesíu, annaðhvort til að halda laufunum meðan þau liggja í bleyti eða til að grípa þau þegar teinu er hellt. Tekönnur eru yfirleitt með opi með loki efst, þar sem vatnið og teið er sett inn, handfangi og stút sem teinu er hellt í gegn yn. Sumar tekönnur eru með innbyggðar tesíur innaná stútnum. Lítið loftop er í lokinu til að teið drjúpi ekki og skvettist þegar því er hellt. Nú á dögum er tehetta oft notuð svo að teið trekki betur eða innihald tekönnunnar kólni ekki of fljótt. Áhugafólk um tedrykkju hitar gjarnan tekönnuna með sjóðandi vatni og þurrkar hana síðan áður en það lagar te.

Líkan af tekönnu er oft notað í þrívíddarhönnun til prófana.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.