Fara í innihald

Tengistafur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tengistafur (eða bandstafur) er sérhljóð (eða s) á milli orðliða sem er ekki hluti af orðstofnifallendingu. Helstu tengistafir eru i (eins og í eldiviður), u (eins og í ráðunautur) og s (eins og í leikifimishús). [1] Venjulega eru samsetningar orða í íslensku með þrennum hætti: Stofnsamsetningar (ráðhús) (fast samsett), eignarfallssamsetningar (ráðsmaður) (laust samsett) og tengistafasamsetningar (ráðunautur).[2][3]

U-ið í orðunum bekkjunautur og sökunautur er til dæmis tengistafur. Önnur dæmi um tengistafi eru: Ökumaður, linditré, fellibylur, skipulag og hoppukastali.

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.