Tempranillo
Útlit
Tempranillo er dökk rauðvínsþrúga frá Spáni þar sem hún er notuð í vín með mikla fyllingu, eins og Rioja-vín. Nafnið er dregið af spænska orðinu temprano sem þýðir „snemma“ og vísar til þess að þrúgan þroskast fyrr en flestar aðrar spænskar þrúgur.
Dýrari Tempranillo-vín eru látin eldast í eikartunnum í nokkur ár áður en þau eru drukkin. Tempranillo-vín eru dökkrauð með ávæning af berjum, plómum, tóbaki, vanillu, leðri og kryddjurtum.