Tangveldið
Útlit
(Endurbeint frá Tang-ætt)
Tangveldið (kínverska: 唐朝; pinyin: Táng Cháo; mið-kínverska: dhɑng) var ættarveldi sem ríkti yfir Kína frá 618 til 907 á eftir Suiveldinu og á undan tímabili fimm konungsætta og tíu konungsríkja. Það var stofnað af Li-ættinni (李) sem hrifsaði til sín völdin eftir að Suiveldinu hafði hnignað. Höfuðborg ríkisins var í Chang'an (nú Xi'an).
Hin mannskæða An Shi-uppreisn 755 til 763 veikti miðstjórnarvaldið mikið og Huang Chao-uppreisnin 875 til 884 greiddi miðstjórninni högg sem henni tókst ekki að ná sér eftir. Ríkið leystist upp og í norðrinu tók við tímabil þar sem fimm konungsættir ríktu næstu 50 árinu en í suðrinu urðu til tíu sjálfstæð konungsríki.