Fara í innihald

Tampaflugvöllur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tampa Flugvöllur)

Tampaflugvöllur (enska: Tampa International Airport) (IATA: TPA; ICAO: KTPA) er í Tampa í Hillsborough-sýslu á Flórída í Bandaríkjunum og þjónar Tampaflóasvæðinu.

Flugvöllurinn, sem upphaflega hét Drew Field, var lagður árið 1928 en 1935 opnaði Peter O. Knight-flugvöllur á Daviseyju og varð vinsælli. Í Síðari heimsstyrjöldinni var Tampaflugvöllur notaður sem herflugvöllur af Bandaríkjastjórn. Eftir styrjöldina varð flugvöllurinn aftur borgaralegur og flugfélögin fluttu sig þangað frá Peter O. Knight sem var orðinn alltof lítill. Alþjóðaflug hófst frá Tampaflugvelli árið 1950. Ný og miklu stærri flugstöð var opnuð árið 1971.

  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.