Fara í innihald

Spjall:Rökvilla

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  1. Allir skunkar eru skvampar.
  2. Flestir skvampar ganga í nærbuxum.
  3. Þess vegna ganga einhverjir skunkar í nærbuxum.

Svona er auðvelt að skilja þetta: Það er ekki víst að neinir skunkar gangi í nærbuxum útfrá fyrri tveim staðreyndunum. Ef maður setur það upp svona: Skvampar = kettir Skunkar = Turkish Van kettir(kattategundin sem er ekki vatnshrædd)

1. Allir Turkish Van eru Kettir. 2. Flestir Kettir eru vatnshræddir. 3. Þess vegna eru einhverjir Turkish Van vatnshræddir?

Hvað er skvampi? --194.144.23.124 15. desember 2009 kl. 09:47 (UTC)[svara]

Það er merkingarlaust en það skiptir ekki máli, þetta er eins og að segja að öll búmm séu bomm eða p séu q. --Cessator 15. desember 2009 kl. 12:48 (UTC)[svara]
En er ekki óþarfi að hafa einhverja merkingaleysu þarna - maður fer að halda að hún skipti máli í rökvillunni?--194.144.23.124 15. desember 2009 kl. 12:50 (UTC)[svara]
Það er einmitt tilgangurinn að hafa merkingarlaust orð svo að fólk horfi meira á form röksemdafærslunnar en á merkingu orðanna. Þess vegna er þessi venja til. Við gætum alveg eins skipt út öllum hinum merkingarbæru orðunum en rökin ættu samt að vera jafn skiljanleg (og jafn ógild). Til dæmis:
Öll búmm eru bomm.
Flest bomm eru sobb.
Þess vegna eru sum búmm sobb.
Þessi röksemdafærsla er nákvæmlega eins að forminu til og sú sem er í greininni. Og það er bara form hennar en ekki merking orðanna sem máli skiptir í þessu samhengi. --Cessator 15. desember 2009 kl. 12:59 (UTC)[svara]
Er ekki betra þá að hafa annaðtveggja? Hitt er mjög ruglingslegt. Vægast sagt.--194.144.23.124 15. desember 2009 kl. 14:21 (UTC)[svara]
Ég endurskrifaði kaflann. Hann er þá vonandi skýrari svona eða hvað? --Cessator 15. desember 2009 kl. 16:50 (UTC)[svara]
Þetta er hin fínasta breyting, kemur alltént í veg fyrir að maður fari að velta því fyrir sér hvað skvampi er. Kannski þyrfti að taka það fram í neðanmáli eða einhverju slíku, þeas að það skipti ekki máli hver breytan er. --213.213.135.228 15. desember 2009 kl. 20:45 (UTC)[svara]
Það kemur fram í meginmálinu. --Cessator 15. desember 2009 kl. 21:03 (UTC)[svara]
Ég verð að segja að mér finnst nokkuð auðveldara að lesa ensku og þýsku útgáfuna þar sem ég þarf ekki að hafa eitthvað uppdiktað orð í huga við lesninguna, en það er kannski bara ég. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 15. desember 2009 kl. 21:18 (UTC)[svara]

Rökvilla brunnmígsins

[breyta frumkóða]

Er það Straw Man? Ef svo er, þá má setja það í sviga fyrir aftan. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 157.157.13.239 (spjall | framlög)

Hún er ekki endilega strámannsrök miðað við lýsinguna sem gefin er í greininni. Strámaður er þegar maður „hrekur“ eða andmælir veikari útgáfu af rökum andstæðingsins en hann heldur fram (eða gæti haldið fram). En það er ekki það sem er á seyði í dæminu sem er gefið; dæmið sem gefið er í greininni er meira í ætt við persónuárásarvillu. Aftur á móti getur vel verið að strámannsrök hafi einhvern tímann verið nefnd brunnmígsrök á íslensku. --Cessator 27. janúar 2010 kl. 22:20 (UTC)[svara]