Fara í innihald

Spjall:Máfar

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Öllu algengari ritháttur er mávur. Í orðabók MM og Eddu er orðið útskýrt með rithættinum mávur, en minnst á máf. Beygingargagnið minnist líka á ritháttinn máf en beygir orðið með rithættinum: mávur. Tímarit.is gefur upp helmingi fleiri orðadæmi með rithættinum mávur en með effinu. --89.160.147.231 22. nóvember 2012 kl. 13:14 (UTC)[svara]

Fletti líka upp á þessu og sé ekki betur en þetta sé rétt hjá þér. Eðlilegast held ég því að breyta þessarri grein og nota alstaðar v í stað f en skilja eftir tilvísun á ritháttinn „máfur“ með effi. Bragi H (spjall) 22. nóvember 2012 kl. 14:14 (UTC)[svara]
Að vísu væri það töluverð vinna því það ætti þá við um alla máva, tildæmis hettumáv sem dæmi. Við vefleit kemur upp nær tífalt fleiri dæmi um ritháttinn með effi og orðabókin gefur upp báða rithættina og virðist ekki vera gerður neinn greinarmunur á þeim. Því má álykta að flest mávanöfnin hafi öðlast þegnrétt með hvorum rithættinum sem er. Spurning því frekar að halda sig við það að hér á wíkipedíu er notað eff, sýnist mér allsstaðar, að frekar búa til tilvísanir með vaffi, en fara út í það að breyta öllum greinunum og þar með taka þá afstöðu að annarhvor rithátturinn sé réttari. Get ekki séð að orðabækurnar séu að gera upp á milli þessarra tveggja rithátta. Bragi H (spjall) 22. nóvember 2012 kl. 14:23 (UTC)[svara]
Bókin Fuglar Íslands og Evrópu notar alfarið ritháttinn með f.--Mói (spjall) 22. nóvember 2012 kl. 21:03 (UTC)[svara]