Fara í innihald

Spjall:Matvælaöryggi

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ein spurning: Nú eru tvær greinar á en:wp sem hægt væri að þýða sem "matvælaöryggi"; en:Food security og en:Food safety. Þessar greinar fjalla um tvo ólíka hluti. Af umræðu í fjölmiðlum að dæma virðist mér fólk vera að rugla þessu tvennu saman í stórum stíl. Mig langar því að auglýsa eftir þýðingu á "Food safety" (dettur í hug mataröryggi eða örugg matvæli), eða á þetta að vera aðgreiningarsíða? Einhverjar hugmyndir? --Akigka 15. maí 2008 kl. 11:14 (UTC)[svara]

Engar hugmyndir? --Akigka 16. maí 2008 kl. 17:34 (UTC)[svara]

Samkvæmt minni málvitund væri eðlilegra að hafa þetta öfugt, þ.e. að „mataröryggi“ væri food security og „matvælaöryggi“ food safety. Þetta er þó kannski smekksatriði. Aðgreiningarsíða væri vissulega til bóta og væri þá kannski ráð að undirsíðurnar hétu matvælaöryggi (matvælastefna) og matvælaöryggi (matvælafræði). Eða hvað? --Oddurv 26. nóvember 2008 kl. 10:30 (UTC)[svara]

Það gæti verið. Orðið "matvælaöryggi" hefur verið notað í báðum merkingunum og var t.d. áberandi í síðustu kosningabaráttu hjá bæði VG og Framsókn. Þá var talað um að matvælaöryggi væri að verða sífellt mikilvægara vegna þess hvaða blikur væru á lofti í heimsmálunum t.d. hjá Evrópuþjóðunum og SÞ. Þá var klárlega átt við Food security. Hins vegar hafa menn síðan kosið að nota þetta sem röksemd gegn innflutningi og þá í merkingunni Food safety. Ég tók því bara fyrstu merkingu orðsins sem ég sjálfur hafði heyrt (Food security) og bjó til nýtt orð (mataröryggi) yfir Food safety. Af smákönnun á Tímarit.is sýnist mér hins vegar að í þeim tveimur tilvikum sem minnst er á mataröryggi þá sé átt við Food security, en þeim 16 tilvikum sem minnst er á matvælaöryggi er það ýmist önnur eða hin merkingin. --Akigka 26. nóvember 2008 kl. 11:29 (UTC)[svara]

Matvælaöryggi er viðurkennd þýðing á Food Safety FæðuÖryggi er þýðing á Food Security, ég kann ekki að leiðrétta tengla í erlendar greinar en -Arnljótur Bjarki 1-4-2014

Breytti þessu --Akigka (spjall) 1. apríl 2014 kl. 12:27 (UTC)[svara]