Fara í innihald

Spjall:Krossköngulóarætt

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hver er heimildin fyrir því að Araneidae heiti hjólakóngulær á íslensku? Orðabanki íslenskrar málstöðvar gefur krosskóngulóaætt sem þýðingu á latneska heitinu. --Akigka 6. jan. 2006 kl. 21:54 (UTC)

Þetta er vissulega ætt krossköngulóa, en þær ásamt öðrum köngulóm þessarar ættar eiga það sameiginlegt að vefa hjóllaga vefi og kallast því hjólaköngulær. Krosskönguló er tegundarheiti á meðan „hjólaköngulær“ er ættarheiti þeirra. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 6. jan. 2006 kl. 22:08 (UTC)
Hér er krossköngulóin: http://en.wikipedia.org/wiki/St_Andrew%27s_Cross_spider
Svo ég bæti við, þetta eru sem sagt samheiti myndi ég halda. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 6. jan. 2006 kl. 22:12 (UTC)
OK, ég fann þetta bara ekki á netinu... En St. Andrew's Cross spider er væntanlega Argiope en krosskönguló Araneus svo það eru þá tvær ættkvíslir hjólakóngulóa. St. Andrew's cross er kallaður Andrésarkross á íslensku, svo ég tók mér það bessaleyfi að kalla hana Andrésarkrosskönguló, án þess ég viti hvað heitið er (ef það er til íslenskt heiti yfir hana). --Akigka 6. jan. 2006 kl. 22:37 (UTC)
Ég fór eitthvað að vafra og skoða málin, svo virðist sem það sé stutt síðan kerfinu var breytt, líklegast er þetta heiti krosskönguló bara úrelt, enda á það augljóslega við allt annan hlut. Fyrir utan það að kerfinu var breytt þá eru tvö mismunandi nöfn og flokkun notuð í Bandaríkjunum og Evrópu. Heiti Araneus er jafnvel ekki notað (enda frekar furðulegt, þetta þýðir eiginlega bara könguló) heldur Eriophora. Hvort Argiope er ættkvísl eða undirættkvísl Eriophora er síðan ekki víst. Þetta er alveg hlandruglað. Furðulegt að menn geti samviskusamlega þýtt verk Attenborough um hryggleysingja... hvað um það. Þetta verður eiginlega bara að vera svona í augnablikinu sýnist mér, ég er ekki alveg að átta mig á þessu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 7. jan. 2006 kl. 02:09 (UTC)
Annars er spurning hvort menn ættu þá ekki að reyna að nota bara gömul flokkakerfi (eins og tilvísanir eru gefnar í á ensku) og skrifa greinar um vel þekktar tegundir frekar en einhver nýbrigði. Annars er þetta leiðinlega hamlandi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 7. jan. 2006 kl. 02:11 (UTC)
Þetta er kallað Krosskóngulóaætt á Krosskónguló, er það rangt? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. febrúar 2008 kl. 21:24 (UTC)[svara]

Ég færði síðuna á Krossköngulóarætt til samræmis við upplýsingar Náttúrufræðistofnunar. Svarði2 (spjall) 2. september 2021 kl. 23:36 (UTC)[svara]