Fara í innihald

Spjall:Icesave

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hér þurfum við að fara taka okkur á. --85.197.210.44 26. júní 2009 kl. 08:47 (UTC)[svara]

Eitt helsta mál síðari tíma - og það er svo til ekkert hérna. --85.197.210.44 14. júlí 2009 kl. 08:40 (UTC)[svara]

Erum við sofandi...[breyta frumkóða]

Jæja, þetta er ekki nógu gott. Við verðum að fara skrifa inn hérna það sem er að gerast og hefur gerst. Ég er auðvitað líka að hvetja sjálfan mig með þessum orðum. --194.144.23.124 5. janúar 2010 kl. 17:04 (UTC)[svara]

Nokkrir tenglar sem þarf að breyta í heimildir:

--194.144.23.124 5. janúar 2010 kl. 17:12 (UTC)[svara]

Erlendir tenglar

--194.144.23.124 5. janúar 2010 kl. 17:25 (UTC)[svara]

þurfum að láta betur í ljós hversu stórt mál þetta var[breyta frumkóða]

Á einhver Quote frá Jóhönnu Sig? eða Bjarna Ben? held að það gæti sagt mikið um málið

Ég tel tilvitnanir í orð einstakra aðila málsins sé ekki rétta aðferðin til að sýna fram á stærð málsins ef fólk vill gera það með einhverjum hætti. Orð sem fólk lætur falla í til dæmis ræðustól Alþingis eru ekki heimild heldur skoðun viðkomandi og gífuryrði og stóryrði eru höfð þar við um mörg mál hvort sem þau eru raunverulega stór eða smá. Eðlilegra finnst mér að halda sig við hlutlausa frásögn staðreynda. Þess fyrir utan er málinu ekki lokið og því alsendis óvíst hver af þeim orðum sem látin hafa verið falla reynast rétt þegar upp verður staðið. Því legg ég til að tilvísunin í Sigmund sem núna er inni verið frekar tekin út heldur en finna til tilvitnanir í fleira fólk. Kalla hér með eftir skoðunum fleiri á þessu máli. Bragi H (spjall) 31. ágúst 2012 kl. 17:18 (UTC)[svara]
Ég held að þetta sé skynsamlegt sjónarmið, sem Bragi H setur fram. Það má kannski segja að ræður Alþingismanna séu frumheimildir. Sagnfræðingar eiga eftir að greina þær og vinna úr þeim (og öðrum heimildum) frásögn af atburðarásinni. Við þá frásögn eigum við að styðjast. Það er hins vegar ekki okkar hlutverk að sjá sjálf um þá greiningu og úrvinnslu hér og við megum það raunar ekki vegna frumrannsóknabannsins. --Cessator (spjall) 31. ágúst 2012 kl. 17:29 (UTC)[svara]

Spurning þá að vitna í þetta http://sigmundurdavid.is/icesave-atri%C3%B0in-10/ í samhengi hlutanna hvernig sem málið fer er mikilvægt að halda uppá sjónarmið hlutaðeigandi aðila sem og rökstuðning Ólafs Ragnars sem hann gefur fyrir sinni ákvörðun í þessu máli enda er ætti það ekki bara að vera hlutverk sigurvegarans að skilgreina söguna eftirá.

Ég myndi annars flokka skoðanir Forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarandstöðu sem heimildir um málið þar sem þær varpa ljósi á feril málsins. Greinargerð og umræður á þingi um mál eru t.d oft notaðar sem heimildir þegar skoðuð eru lög.

Varðandi frumheimildabannið þá má nota það sem skv. Wikip. er aðgengilegt á netinu, og myndi þetta vera frumheimild af umræðunum á þinginu. "Til þess að forðast frumrannsóknir og til þess að auka gæði greina á Wikipediu er bráðnauðsynlegt að allar frumheimildir sem og allar alhæfingar, öll greining, samfléttun efnis, allar túlkanir og allt mat sem er lagt á upplýsingar og gögn hafi verið gefið út af þriðja aðila og þyki traust heimild (þ.e. ekki gefið út á eigin vegum þess sem um er fjallað) og að heimildirnar séu lesendum aðgengilegar annaðhvort á netinu (utan Wikipediu) eða í gegnum almenningsbókasafn."

ég myndi segja að úrdráttur minn af ræðu sé því ekki túlkun heldur frumheimild af skoðun. Enda held ég að það sé ekki deiluatriði hver skoðun mannsins sé. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af sunnagm (spjall | framlög)

Það er ekki hlutverk sigurvegarans að skilgreina söguna eftir á en það er ekki heldur hlutverk okkar. Það er hlutverk sagnfræðinga; svo getum við endursagt niðurstöður þeirra. Opinberaðar skoðanir ráðherra og ýmissa annarra eru auðvitað heimildir, eins og þú segir. En þær eru frumheimildir, sem á eftir að greina og vinna úr, og það er ekki hlutverk okkar að greina þær hér (við megum það ekki einu sinni). Umræður á þingi eru vissulega oft notaðar sem heimildir en þær eru frumheimildir, sem eru notaðar af sagnfræðingum, ekki af okkur. Frumrannsóknareglan leyfir okkur ekki að nota allt sem er aðgengilegt á netinu. Þú misskilur, sýnist mér, tilvitnunina, sem þú hefur eftir um frumrannsóknabannið. Þarna stendur m.a. að nauðsynlegt sé að „öll greining, samfléttun efnis, allar túlkanir og allt mat sem er lagt á upplýsingar og gögn hafi verið gefið út af þriðja aðila“. Þriðji aðilinn í þessu samhengi er sem sagt einhver sagnfræðingur, sem gefur út bók um Icesave-málið með greiningu, túlkun og mati á frumheimildum. Það er rétt hjá þér að útdrátturinn er frumheimild (um bæði skoðanir Sigmundar og um Icesave-málið, enda eru beinlínis skoðanir stjórnmálamanna hluti af „málinu“). En þess vegna einmitt megum við ekki vera að greina hana eða meta hana og hennar stað í stærra samhengi málsins hér. Og það er rangt hjá þér að túlkun eigi sér ekki stað bara af því að þetta er bein tilvitnun í mann sem lýsir eigin skoðun, því það er samt túlkunar- og matsatriði hvaða vægi orð Sigmundar (eða annarra) höfðu og hvernig lýsa eigi samhenginu. Með öðrum orðum felur það í sér túlkun þegar við setjum frumheimild í ákveðið samhengi. Við verðum þess vegna að bíða þess að einhver sagnfræðingur leggi mat á hvaða vægi orð Sigmundar hafði í stærra samhengi málsins. --Cessator (spjall) 31. ágúst 2012 kl. 23:16 (UTC)[svara]

Ég sé að þú ert greinilega meira með þetta á hreinu en ég og hrósa ég þér fyrir það. Burt séð frá öllum skilgreiningum á heimildum finnst mér þessi grein ekki gera þessu máli nægjanleg skil, og innleggið og quoteið var tilraun mín í útbót á því miðað við hversu mikil umræða hefur verið um þetta mál og hversu stórt það er í huga fólks (hvora leiðina sem þú vilt fara). Svona skilgreiningaratriði á heimildum í spjalli eru líklegri til þess að hrekja fólk burt frá því að leggja inn viðbætur á greinar fremur en einfaldlega að finna þá betri heimild í staðinn ( sem tekur skemmri tíma en að spjalla hér...) Það var ekki ætlun mín að vinna úr frumheimildum heldur bæta við bút þar sem farið er yfir afstöðu stjórnarandstöðu og forsætisráðherra við málinu. Upphafleg ástæða BragaH (að tilvitnanir væru ekki heppilegar og að málinu væri ekki lokið) fyrir að taka hana út var því ekki nægjanleg fyrir mig. Kannski besta lýsing á tilraun minni við að bæta við þessa grein var að setja einskonar viðbót sem hægt er að sjá t.d í efnahagskreppan á íslandi 2008-2010. (spjall) 2. sept 2012 kl. 14:48 (UTC)

Þriðji Icesave-samningurinn[breyta frumkóða]

Til gamans. Icesave III: þannig féllu atkvæði um hann á þingi:

Já sögðu:

Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ögmundur Jónasson, Mörður Árnason, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Björgvin G. Sigurðsson, Jón Bjarnason, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman, Þráinn Bertelsson, Valgerður Bjarnadóttir, Skúli Helgason, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Bjarnason, Tryggvi Þór Herbertsson, Þráinn Bertelsson, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Róbert Marshall, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson, Ólafur Þ. Gunnarsson, Guðbjartur Hannesson.

Nei sögðu:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir, Lilja Mósesdóttir, Pétur H. Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Höskuldur Þórhallsson.

Hjá sátu:

Siv Friðleifsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson.

Viðbrögð erlendra fjölmiðla[breyta frumkóða]

Hér er mikilvægur punktur:

The case [Icesave] has been closely watched across the European Union because of concerns that a ruling for Iceland could undermine cross-border banking and leave many retail depositors unprotected in case of a major internal banking failure. Indeed, the judges wrote that the deposit protection directive “aims expressly to preclude an excessive shifting to the State of the costs arising from a major banking failure”. If that finding were to be applied across the EU, it would leave cross-border depositors vulnerable if their bank happens to be based in a smaller or less sturdy state. However, the impact may be limited because the court found for Iceland based in part on differences between the wording of the deposit protection directive that was in place at the time of the crisis and the new one that was adopted in 2009. Nowadays, the court found, EU member states are required to insure that coverage is to protect deposits of up to €100,000 for each and every depositor. The old directive did not set a minimum requirement. “It appears that under the new version of the provision EEA States are obliged to ensure a certain level of coverage. Whether this obligation is limited to a banking crisis of a certain size would require further assessment. However . . .[the new] directive is not applicable in the present case,” the court wrote. Sjá hér.

Þessi líka vegna upplýsinga (breiðletraðar):

When Icesave, an online savings bank, went bust in the autumn of 2008 at the height of the international banking crisis, the UK government stepped in. To maintain public confidence and prevent a run on any other banks, the then UK Chancellor Alistair Darling decided to bail out 230,000 UK savers in Icesave to the full extent of their savings - about £3.5bn - not just to the maximum decreed by European rules for deposit compensation schemes. At the time, the Icelandic scheme was responsible for the first 20,887 euros (£16,300) of compensation, with that being topped up to then ceiling of £50,000 per person by the UK Financial Services Compensation Scheme (FSCS). Sjá hér