John o’ Groats
Útlit
(Endurbeint frá Taigh Iain Ghròt)
John o’ Groats (gelíska Taigh Iain Ghròt) er þorp á skoskum hálöndunum. Það er þekkt sem nyrsti punktur á Bretlandi en raunar er það Dunnet Head.
Þorpið er eftirtektarvert því það er oft notað til að mæla lengd Bretlands frá norðri til suðurs. Framsetningin „frá Land’s End til John o’ Groats“ vísar til fjarlægðar frá John o’ Groats til höfðans Land’s End á Cornwall.
Það er vinsælt hjá ferðamönnum hvaðanæva að. Mannfjöldi þorpsins er um það bil 300 (2007).