Tölvunet
Tölvunet er hópur samtengdra tölva. Tölvunet er hægt að nota til að deila upplýsingum og gögnum á stafrænu formi. Tölvunet er hægt að flokka í flokka eftir stærð og gerð. Með gerð er bæði átt við gerð einingana sem tengir tölvurnar saman og samskiptastaðlana sem tölvurnar nota. Hér á eftir eru nokkrir flokkar tölvuneta eftir stærð:
- einstaklingsnet (e. PAN, personal area network)
- staðarnet (e. LAN, local area network)
- miðlungsnet (e. MLA, mid-level area network)
- víðnet (e. WAN, wide area network)
- heimsnet (e. MBWA, mobile broadband wireless access)
- fjölnet (e. GAN, global area network)
- sýndareinstaklingsnet (e. VPAN, virtual personal area network)
Tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Einstaklingsnet
[breyta | breyta frumkóða]Einstaklingsnet eru tölvunet sem ná yfir mjög lítið svæði. Dæmi um einstaklingsnet er samtenging tveggja tölva sem eru við hlið hver annarar. Einnig er það oftast einstaklingsnet þegar skipst er á gögnum í gegnum Bluetooth.
Staðarnet
[breyta | breyta frumkóða]Staðarnet eru tölvunet sem ná yfir lítið svæði svo sem heimili, skrifstofu eða skrifstofubyggingar. Uppbygging staðarneta er oftast á þá leið að einn netþjónn sér um uppihald netsins þó einnig séu til aðrar gerðir staðarneta eins og jafningjanet sem styðjast við samskiptastaðla á borð við IP.
Víðnet
[breyta | breyta frumkóða]Víðnet er skilgreint sem tölvunet sem nær yfir stórt svæði. Víðnet getur samanstaðið af mörgum minni netum, staðarnetum, sem hafa samskipti sín á milli með beinum. Víðnet eru notuð til að sameina mörg önnur net þannig að hægt sé að hafa samskipti á milli þessara annars aðskildu neta, staðarneta.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Computer network“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. janúar 2009.