Fara í innihald

Steinn Steinarr - Tíminn og vatnið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tíminn og vatnið)
Steinn Steinarr - Tíminn og vatnið
Bakhlið
SG - 517
FlytjandiSteinn Steinarr
Gefin út1967
StefnaLjóð
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Steinn Steinarr - Tíminn og vatnið er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni les Steinn Steinarr eigin ljóð. Málverk á framhlið gerði Kristján Davíðsson. Ljósmynd á bakhlið tók Jón Kaldal.

Tíminn og vatnið er talið tímamótaverk í íslenskri ljóðlist, þá hófst hinn svokallaði Atómskáldskapur.

  1. Tíminn og vatnið
  2. Landsýn
  3. Columbus
  4. Malbik
  5. Í kirkjugarði

Tíminn og vatnið (brot)

[breyta | breyta frumkóða]
1
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
2
Sólin,
sólin var hjá mér,
eins og grannvaxin kona,
á gulum skóm.
Í tvítugu djúpi
svaf trú mín og ást
eins og tvílitt blóm.
Og sólin gekk
yfir grunlaust blómið
á gulum skóm.
...